Laufey Steinunn Kristinsdóttir er genginn í raðir Fjölnis og skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Laufey er 19 ára, afar efnilegur alhliða varnarmaður og kemur til Fjölnis frá KR. Hún hefur nú þegar leikið 3 æfingaleiki með liðinu og staðið sig afar vel. Laufey á að baki meistaraflokksleiki með KR, Sindra og KH.
Laufey er 19 ára, afar efnilegur alhliða varnarmaður og kemur til Fjölnis frá KR. Hún hefur nú þegar leikið 3 æfingaleiki með liðinu og staðið sig afar vel. Laufey á að baki meistaraflokksleiki með KR, Sindra og KH.
„Við hjá Fjölni erum afar stolt með að fá Laufeyju í okkar raðir og óskum henni alls hins besta," segir í tilkynningu Fjölnis.
Fjölnir endaði í 6. sæti 2. deildar í sumar.
Athugasemdir