Maríus Warén, leikmaður Breiðabliks, hefur gert sinn fyrsta samning við félagið. Hann er uppalinn hjá félaginu og lék með 2. og 3. flokki í sumar.
Hann gerir þriggja ára samning við Breiðablik.
Maríus er miðjumaður sem hefur leikið þrjá leiki með U17 landsliðinu. Í tilkynningu félagsins segir að Maríus sé þegar farinn að mæta reglulega á æfingar með meistaraflokki og lék sinn fyrsta æfingaleik með liðinu á dögunum.
Hann gerir þriggja ára samning við Breiðablik.
Maríus er miðjumaður sem hefur leikið þrjá leiki með U17 landsliðinu. Í tilkynningu félagsins segir að Maríus sé þegar farinn að mæta reglulega á æfingar með meistaraflokki og lék sinn fyrsta æfingaleik með liðinu á dögunum.
Maríus er yngri bróðir Benedikts sem Stjarnan keypti frá Vestra í vetur. Eftir að Benedikt yfirgaf Vestra hafði Samúel Samúelsson hjá Vestra þetta að segja:
„Við erum ekki bara að missa Benó, við erum líka að missa fjölskyldu hans sem eru orðnir miklir Vestramenn; mamma hans og pabbi og bræður hans. Ég reyndar held að fjölskyldan muni áfram styðja Vestra. Ég er viss um að Benó verði ekki eini Warén til að spila með Vestra, hann á 16 ára bróður (Maríus) sem sé alveg fyrir mér í Vestrabúningnum."
Athugasemdir