Pep Guardiola þjálfari Manchester City sér skoplegu hliðina þegar kemur að gengi Englandsmeistaranna.
Man City hefur litið út fyrir að vera óstöðvandi lið á undanförnum árum en síðustu vikur hefur ekkert gengið hjá Guardiola og lærisveinum hans.
Man City byrjaði tímabilið á 11 sigrum og 3 jafnteflum í öllum keppnum en hefur gengið herfilega síðan í lok október. Í síðustu tólf leikjum hefur City aðeins tekist að sigra einn og náð tveimur jafnteflum, en níu leikir hafa tapast.
„Við höfum á síðustu árum verið að bæta met eftir met og núna erum við byrjaðir að bæta metin á hinum endanum," sagði Guardiola brosandi.
„Ég þarf að finna leið til að laga þetta. Við erum búnir að greina tapleikina okkar í þaula í leit að lausnum. Núna þurfum við allir í sameiningu að finna leiðir til að komast úr þessari stöðu sem við erum í. Þegar allt kemur til alls þá er þetta bara leikur og við verðum að gera okkar besta.
„Þetta er ný tegund af áskorun fyrir okkur en svona er lífið og svona er fótboltinn."
Athugasemdir