Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísfold Marý að flytja suður yfir heiðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísfold Marý SIgtryggsdóttir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að öllum líkindum að yfirgefa Þór/KA og að semja við félag á höfuðborgarsvæðinu.

Ísfold er fædd árið 2004 og er með lausan samning við uppeldisfélagið. Hún kom úr yngri flokka starfi KA inn í Þór/KA árið 2019 og á að baki 97 meistaraflokksleiki.

Í sumar lék miðjumaðurinn 14 leiki og skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA sem endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar.

Ísfold Marý á að baki 15 leiki fyrir yngri landsliðin. Hún fór með U19 landsliðinu á lokamót EM síðasta sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru FH, Fram og Stjarnan á meðal þeirra félaga sem sýnt hafa áhuga.


Athugasemdir
banner