Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirmaður Amorim rekinn eftir átta leiki (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Joao Pereira hefur verið rekinn úr þjálfarastöðu sinni hjá Sporting CP eftir aðeins átta leiki í starfinu.

Pereira hefur starfað sem þjálfari hjá Sporting í tvö og hálft ár þar sem hann tók fyrst við U23 liðinu og stýrði því í tvö ár áður en hann fékk stöðuhækkun sem aðalþjálfari varaliðsins.

Eftir nokkra mánuði í því starfi hætti Rúben Amorim sem aðalþjálfari meistaraflokks hjá Sporting til að taka við þjálfarastöðunni hjá Manchester United.

Pereira var því ráðinn sem arftaki Amorim hjá Sporting og fékk tæplega þriggja ára samning við félagið, en liðið spilaði ekki vel undir hans stjórn.

Pereira varð fyrsti þjálfarinn í sögu Sporting til að tapa fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum við stjórnvölinn og er rekinn eftir markalaust jafntefli við Gil Vicente um helgina.

Talið er að Rui Borges, þjálfari Vitória Guimaraes, muni taka við þjálfun aðalliðsins hjá Sporting.

Sporting er áfram á toppi portúgölsku deildarinnar þrátt fyrir herfilegt gengi undir stjórn Pereira. Liðið er enn í þokkalegri stöðu í Meistaradeildinni, með 10 stig eftir 6 umferðir þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.
Athugasemdir
banner
banner