Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benoný Haralds semur við Þrótt Reykjavík
Lengjudeildin
Mynd: Þróttur R.
Benoný Haraldsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning á ferlinum og gerir hann tveggja ára samnong við Þrótt Reykjavík.

Hann gekk í raðir Þróttar frá ÍH í ágúst í fyrra en hann er uppalinn í Keflavík. Benoný er fæddur 2005 og hefur leikið með 2. flokki Þróttar undanfarið ár. Hann kom við sögu í einum leik í Lengjudeildinni í sumar.

Þróttur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Sigurvin Ólafsson er þjálfari Þróttar.

Úr tilkynningu Þróttar
Benó er sókndjarfur miðjumaður með góða tækni, marksækinn og öflugur. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu sl. sumar en hefur nú unnið sér fast sæti í hópnum og staðið sig vel í leikjum haustsins.

Kristján Kristjánsson, form. Knd. Þróttar segir: „Við fögnum þessu auðvitað. Benó er skemmtilegur leikmaður og bætist nú í fjölmennan og metnaðarfullan hóp ungra bráðefnilegra leikmanna Þróttar. Við efumst ekki um að hann á á eftir að láta að sér kveða í Þrótti næstu árin."
Athugasemdir
banner
banner
banner