Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins, sagði frá því í þætti gærdagsins að hann hefði heyrt af 7,5 milljóna tilboði frá Fram í Atla Þór Jónsson framherja HK.
Fótbolti.net greindi frá tilboðum í Atla frá Víkingi og Fram fyrr í þessum mánuði en þeim tilboðum var hafnað. Talið var að tilboðin hefðu verið í kringum 5 milljónir króna.
„Maður sem er mjög innvinklaður í íslenskan fótbolta sagði mér að Framararnir hefðu boðið sjö og hálfa milljón í Atla Þór. Því tilboði var hafnað," sagði Hjörvar sem er stuðningsmaður HK og vill alls ekki missa Atla. „Mér finnst þetta ekki neitt (verð), ég veit alveg hvað kostar að fá svona leikmann frá útlöndum."
Fótbolti.net greindi frá tilboðum í Atla frá Víkingi og Fram fyrr í þessum mánuði en þeim tilboðum var hafnað. Talið var að tilboðin hefðu verið í kringum 5 milljónir króna.
„Maður sem er mjög innvinklaður í íslenskan fótbolta sagði mér að Framararnir hefðu boðið sjö og hálfa milljón í Atla Þór. Því tilboði var hafnað," sagði Hjörvar sem er stuðningsmaður HK og vill alls ekki missa Atla. „Mér finnst þetta ekki neitt (verð), ég veit alveg hvað kostar að fá svona leikmann frá útlöndum."
Atli Þór er 22 ára framherji sem var á sínu öðru tímabili í efstu deild í sumar. Hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum þegar HK féll úr Bestu deildinni. Hann og Arnþór Ari Atlason voru markahæstu menn liðsins.
Atli kom frá Hamri í 4. deildinni fyrir tímabilið 2023. Hann skrifaði í vor undir samning sem gildir út tímabilið 2026.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Víkingur líklegra en Fram til að landa Atla á þessum tímapunkti.
Athugasemdir