KFA hefur tilkynnt um áframhaldandi samstarf við Eggert Gunnþór Jónsson en hann tók við sem þjálfari liðsins í sumar. Hann gerir nú tveggja ára samnijng við félagið.
Hann mun áfram vera spilandi þjálfari liðsins. Eggert Gunnþór er 36 ára miðjumaður, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem uppalinn er hjá Fjarðabyggð og gekk í raðir KFA síðasta vetur. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá Fylki í vetur en heldur tryggð við KFA.
Eggerti til aðstoðar verður Hlynur Bjarnason en hann skrifaði einnig undir tveggja ára samning.
Hann mun áfram vera spilandi þjálfari liðsins. Eggert Gunnþór er 36 ára miðjumaður, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem uppalinn er hjá Fjarðabyggð og gekk í raðir KFA síðasta vetur. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá Fylki í vetur en heldur tryggð við KFA.
Eggerti til aðstoðar verður Hlynur Bjarnason en hann skrifaði einnig undir tveggja ára samning.
Fimm leikmenn; Arnór Grétarsson, Birkir Ingi Óskarsson, Geir Ómarsson, Ólafur Bernharð Hallgrímsson og Patrekur Aron Grétarsson skrifuðu þá undir tveggja ára framlengingu á sínum samningum.
KFA endaði í 5. sæti 2. deildar í sumar.
Athugasemdir