Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eggert Gunnþór þjálfar KFA næstu tvö árin (Staðfest) - Fimm framlengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA hefur tilkynnt um áframhaldandi samstarf við Eggert Gunnþór Jónsson en hann tók við sem þjálfari liðsins í sumar. Hann gerir nú tveggja ára samnijng við félagið.

Hann mun áfram vera spilandi þjálfari liðsins. Eggert Gunnþór er 36 ára miðjumaður, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem uppalinn er hjá Fjarðabyggð og gekk í raðir KFA síðasta vetur. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá Fylki í vetur en heldur tryggð við KFA.

Eggerti til aðstoðar verður Hlynur Bjarnason en hann skrifaði einnig undir tveggja ára samning.

Fimm leikmenn; Arnór Grétarsson, Birkir Ingi Óskarsson, Geir Ómarsson, Ólafur Bernharð Hallgrímsson og Patrekur Aron Grétarsson skrifuðu þá undir tveggja ára framlengingu á sínum samningum.

KFA endaði í 5. sæti 2. deildar í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner