Stokkseyri í 5. deildinni hefur tilkynnt að Kristján Freyr Óðinsson er tekinn við sem þjálfari liðsins. Honum til aðstoðar verður Sveinn Fannar Brynjarsson.
Stokkseyri endaði í 7. sæti B-riðils í 5. deildinni í sumar undir stjórn Óskars Valbergs Arilíussonar.
Stokkseyri endaði í 7. sæti B-riðils í 5. deildinni í sumar undir stjórn Óskars Valbergs Arilíussonar.
Tilkynning Stokkseyrar
Eftir margar umsóknir og löng og ströng viðtöl þá hefur Meistaraflokkur Stokkseyrar samið við þjálfara fyrir komandi keppnistímabil.
Kristján Freyr Óðinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari og honum til halds og traust verður Sveinn Fannar Brynjarsson. Kristján á að baki glæstan feril og leikið meðal annars með Selfoss, Dalvík/Reyni, KA, Fjarðabyggð og Magna. Kristján hefur þjálfað yngri flokka frá 16 ára aldri bæði hjá KA og á Dalvík. Síðustu fjögur ár var Kristján að þjálfa á Dalvík. Kristján hefur klárað UEFA B þjálfaragráðuna og er því bæði sprenglærður og með mikla reynslu af þjálfun.
Sveinn Fannar þótti liðtækur gönguskíðamaður en hann ólst upp í Noregi áður en fjölskyldan flutti á Selfoss. Svenni á leiki fyrir Björninn, Árborg og Hamar að baki en síðustu ár hefur hann starfað sem hárgreiðslumaður á stofunni sinni Studio 110 og gera má ráð fyrir að glæstur leikmannahópur Stokkseyrar verði enn glæsilegri við komu Svenna.
Okkur hlakkar til samstarfsins við þá félaga á komandi tímabili og bjóðum þá velkomna í gleðina á Stokkseyri. Vert er að nefna að við undirskrift fékk Svenni glæsilegan Nissan Primera. Von er að frekari tilkynningum að leikmannamálum á næstunni og æfingar fyrir Lengjubikar, Mjólkurbikar og deild hefjast strax í janúar.
Gleðileg jól og áfram Stokkseyri!
Athugasemdir