Kevin Nolan var í dag tilkynntur sem nýr stjóri Northampton Town. Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við enska C-deildar félagið.
Nolan tekur við af Jon Brady sem hætti sem stjóri Northampton eftir tæplega fjögurra ára veru hjá félaginu.
Nolan tekur við af Jon Brady sem hætti sem stjóri Northampton eftir tæplega fjögurra ára veru hjá félaginu.
Nolan er 42 ára og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni með Bolton, Newcastle og West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 2016 eftir að hafa verið í nokkra mánuði spilandi þjálfari Leyton Orient. Hann tók svo við Notts County í janúar 2017 en var látinn fara í ágúst 2018.
Árið 2020 kom Nolan inn í þjálfarateymi West Ham en yfigaf þá stöðu í vor þegar David Moyes lét af störfum.
Northampton er í 20. sæti League One. Fjórir Íslendingar eru í deildinni; Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjá Birmingham, Jón Daði Böðvarsson hjá Wrexham og Benoný Breki Andrésson hjá Stockport.
Athugasemdir