Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kevin Nolan tekinn við liði í ensku C-deildinni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Kevin Nolan var í dag tilkynntur sem nýr stjóri Northampton Town. Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við enska C-deildar félagið.

Nolan tekur við af Jon Brady sem hætti sem stjóri Northampton eftir tæplega fjögurra ára veru hjá félaginu.

Nolan er 42 ára og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni með Bolton, Newcastle og West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 2016 eftir að hafa verið í nokkra mánuði spilandi þjálfari Leyton Orient. Hann tók svo við Notts County í janúar 2017 en var látinn fara í ágúst 2018.

Árið 2020 kom Nolan inn í þjálfarateymi West Ham en yfigaf þá stöðu í vor þegar David Moyes lét af störfum.

Northampton er í 20. sæti League One. Fjórir Íslendingar eru í deildinni; Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjá Birmingham, Jón Daði Böðvarsson hjá Wrexham og Benoný Breki Andrésson hjá Stockport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner