Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 23. desember 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dubravka sterklega orðaður við Sádi - „Það væri ekki rökrétt"
Mynd: EPA
Martin Dubravka hefur staðið vaktina í marki Newcastle í undanförnum þremur leikjum vegna meiðsla Nick Pope. Newcastle hefur spilað vel að undanförnu og er með markatölun 11-1 í leikjunum þremur. Liðið vann 0-4 sigur á Ipswich á laugardag.

Dubravka, sem er 35 ára Slóvaki, hefur að undanförnu verið orðaður við Sádi-Arabíu og er fréttaflutningur frá Sádi á þá leið að félagaskipti til Al-Shabab séu svo gott sem frágengin. Eddie Howe, stjóri Newcastle, tjáði sig um Dubravka.

„Þetta eru fréttir fyrir mér. Ég er meðvitaður um sögusagnirnar og umræðu um þessi skipti, en ég held þetta sé ekki komið svona langt."

„Við myndum klárlega ekki vilja missa markmanninn sem er að spila fyrir okkur núna. Það væri ekki rökrett, svo nei, þetta eru ekki skipti sem við myndum vilja kvitta upp á núna,"
sagði Howe.

Pope er frá vegna hnémeiðsla og ekki er búist við því að hann snúi aftur fyrr en á nýju ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner