Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Yamal að framlengja við Börsunga
Mynd: Getty Images
Hinn magnaði Lamina Yamal er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan saming við Barcelona.

Þessi sautján ára strákur er þegar orðinn lykilmaður hjá Barcelona og spænska landsliðinu.

Hann er sem stendur á meiðslalistanum, meiddur á ökkla, og er búist við því að hann snúi aftur í fyrsta lagi um miðjan janúar.

Núgildandi samningur hans er til 2026 en hann mun fá nýjan samning til 2030 og umtalsverð launahækkun fylgir.

Íþróttafréttamaðurinn Nicolo Schira segir viðræður ganga vel og tilkynnt verði um nýjan samning á nýju ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner