Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 23. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stóðu heiðursvörð fyrir Navas á Bernabéu - Hættur í fótbolta
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Jesús Navas er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna og spilaði hann sinn síðasta keppnisleik í gær.

Navas er 39 ára gamall og kom inn af bekknum í 4-2 tapi Sevilla gegn Real Madrid í La Liga í gær. Allir á leikvanginum klöppuðu fyrir Navas fyrir upphafsflautið og stóðu leikmenn og dómarar heiðursvörð fyrir kempuna.

Navas hóf ferilinn sem eldfljótur kantmaður en færði sig niður í bakvörð þegar hann missti hraðann niður á síðustu árunum.

Navas lék eingöngu fyrir Sevilla og Manchester City á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta og er hann goðsögn innan herbúða Sevilla. Hann lék 56 landsleiki fyrir Spán og hefur unnið þrjú stórmót með landsliðinu - HM 2010, EM 2012 og EM 2024.

Navas er fjórfaldur Evrópudeildarmeistari með Sevilla, tvöfaldur spænskur bikarmeistari og þá vann hann ensku úrvalsdeildina með Manchester City tímabilið 2013-14.

Jesús Navas gets emotional as he receives a standing ovation and guard of honor from the Santiago Bernabeu. Navas announced his retirement from football this week.
byu/Delmer9713 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner