Murielle Tiernan verður áfram hjá Fram á næstu leiktíð og mun því spila með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári.
Murielle er 30 ára gömul og var í algjöru lykilhlutverki hjá Fram á síðustu leiktíð, þar sem hún skoraði 16 mörk í 21 leik og hjálpaði Fram upp úr Lengjudeildinni.
Murielle gerir eins árs samning við Fram og ljóst að hún mun halda áfram að leika lykilhlutverk í sóknarlínu félagsins.
Murielle kom í íslenska boltann sumarið 2018 og var í mikilvægu hlutverki hjá Tindastóli þar til hún skipti til Fram fyrir síðustu leiktíð.
Athugasemdir