Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 23. desember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögmaður Mbappé: Markmiðið er ekki að refsa PSG
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kylian Mbappé yfirgaf Paris Saint-Germain á frjálsri sölu síðasta sumar til að ganga í raðir Real Madrid.

Franska stórveldið skuldar Mbappé 55 milljónir evra í bónusgreiðslur frá tíma hans hjá PSG en neitar að borga það.

Delphine Verheyden, lögmaður Mbappé í þessu máli, segir að PSG sé að gera sitt besta til að komast undan skyldum sínum að greiða vangoldin laun til Mbappé.

„PSG vill komast undan reglum fótboltaheimsins. Félagið er tilbúið til að rífa niður fótboltakerfið í stað þess að virða skyldur sínar. Ef stjórnendur fótboltaheimsins vernda ekki leikmenn í svona tilfellum þá skapar það mjög hættulegt fordæmi," sagði Verheyden við L'Equipe.

Franska fótboltasambandið hefur í tvígang dæmt Mbappé í hag í þessu skuldamáli en PSG ætlar með það lengra og vill láta franska dómskerfið dæma í því. PSG segir að franska fótboltasambandið hafi engan rétt á því að neyða félagið til að greiða þessa upphæð til Mbappé.

„Þetta ferli tekur eitt og hálft ár til að byrja með og svo bætast önnur tvö ár við fyrir áfrýjunina. Leikmenn sem lenda í þessu gætu endað á að fá ekki greidd full laun fyrr en eftir að ferlinum þeirra er lokið.

„Markmiðið okkar er ekki að refsa PSG, við viljum bara fá launin greidd. Við gætum verið búin að fara með málið fyrir dómstóla, við gætum verið búin að lögsækja PSG fyrir hin ýmsu mál en ákváðum að gera það ekki. Kylian Mbappé vill bara fá launin sín greidd."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner