The Times greinir frá því að meiðsli Bukayo Saka séu ekki sérlega alvarleg en að leikmaðurinn verði frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar.
Saka fór meiddur af velli í þægilegum sigri Arsenal á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Saka er einn af lykilmönnunum í ógnarsterku liði Arsenal sem hefur verið að gera magnaða hluti undir stjórn Mikel Arteta.
Times segir að hann hafi meiðst lítilvæglega á nára og býst læknateymi Arsenal við að leikmaðurinn verði klár í slaginn í byrjun febrúar.
Saka gæti því misst af allt að 12 næstu leikjum Arsenal, þar sem liðið spilar meðal annars við Manchester City, Manchester United, Tottenham, Aston Villa, Brighton og tvisvar sinnum við Newcastle.
Athugasemdir