Fleetwood Town, sem leikur í League Two deild enska boltans, er búið að reka Charlie Adam úr þjálfarastólinum eftir eitt ár í starfi.
Fleetwood er í neðri hluta deildarinnar með 23 stig eftir 19 umferðir sem þykir ekki viðunandi þar á bæ.
Liðið hefur verið í miklum þjálfaravandræðum eftir að Scott Brown og Lee Johnson mistókst að fara með Fleetwood upp um deild.
Þetta var fyrsta aðalþjálfarastarf Charlie Adam, sem lék meðal annars fyrir Liverpool og Stoke City á ferli sínum sem fótboltamaður.
Athugasemdir