Liverpool 0 - 2 Chelsea
0-1 Demba Ba ('45 )
0-2 Willian ('90 )
0-1 Demba Ba ('45 )
0-2 Willian ('90 )
Chelsea varð í dag fyrsta liðið á þessu ári til að leggja Liverpool að velli í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir bláklæddu höfðu betur í stórleik helgarinnar á Anfield.
Lokatölur urðu 2-0 þar sem Demba Ba og Willian skoruðu mörkin.
Ba skoraði sitt mark undir lok fyrri hálfleiks eftir skelfileg mistök Steven Gerrard sem rann og tapaði boltanum á miðjum vellinum.
Skömmu áður vildu gestirnir fá dæmda vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Jon Flanagan í teignum en dómarinn Martin Atkinson dæmdi ekkert.
Chealsea spilaði gríðarlega sterkan varnarleik í dag og tókst að loka á hina funheitu Luis Suarez og Raheem Sterling. Daniel Sturridge var ekki í byrjunarliði Liverpool vegna meiðsla. Fyrir aftan vörn Chelsea stóð hinn síungi Mark Schwarzer vaktina og varði allt sem á markið kom.
Varamaðurinn Willian gulltryggði sigur Lundúnarliðsins í blálokin. Markið skoraði hann eftir að hann og Fernando Torres sluppu einir í gegn á móti Simon Mignolet.
Liverpool hafði fyrir leikinn unnið síðustu 11 leiki sína. Liðið er áfram á toppi deildarinnar en hefur nú tveggja stiga foryrstu á Chelsea þegar tvær umferðir eru eftir. Manchester City er sex stigum frá Liverpool og á tvo leiki til góða. Spennan í toppbaráttunni á Englandi hefur því líklega aldrei verið meiri.
Athugasemdir