Eins of flestir vita varð Víkingur Íslandsmeistari um helgina eftir sigur á Leikni í loka umferðinni.
Víkingur staðfesti á dögunum að Arnór Borg Guðjohnsen muni leika með liðinu á næstu leiktíð en hann kemur frá Fylki.
Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni og það vakti mikla reiði í þjóðfélaginu þegar menn sáu Arnór Borg fagna Íslandsmeistaratitlinum með Víkingum á vellinum um helgina.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sagði í podcast þættinum Mikeshow í dag að hann hafi beðið Arnór um að mæta á leikinn.
„Ég bað hann um að koma, þetta var ekkert honum að kenna, til að kynnast nýjum félögum."
Sjá einnig:
Arnór Borg fagnaði í Víkinni - „Þetta finnst mér ekkert eðlilega lélegt"
Takk innilega fyrir mig kæru vinir. Stay tuned ! https://t.co/NbgggP0uYC
— Mikael Nikulásson (@KingMikeBrown) September 27, 2021
Athugasemdir