Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 28. maí 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég vil ekki lengur horfa á þennan leik, ég vil bara fara heim"
Jordan Henderson og Naby Keita ræða saman fyrir leikinn.
Jordan Henderson og Naby Keita ræða saman fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna ætti að vera í gangi úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á milli Liverpool og Real Madrid en það er búið að fresta leiknum til 19:36. Það er nýjasti tíminn sem var gefinn út.

Það er búið að vera tómlegt um að litast í Liverpool hluta stúkunnar þar sem það hefur gengið erfiðlega hjá stuðningsfólki enska félagsins að komast inn á leikvanginn.

Fjölmiðlamenn ytra segja að um sé að kenna skipulagsleysi af hálfu UEFA.

Í útsendingu BT Sport frá leiknum var greint frá því að franska lögreglan hefði beitt táragasi á stuðningsfólk Liverpool sem er að bíða eftir því að komast inn á leikvanginn. Þarna á meðal eru fjölskyldur með börnin sín.

Fjölmiðlamaðurinn Brad Cox birtir á Twitter viðtal við stuðningsmann Liverpool sem var kominn til Parísar til að horfa á liðið sitt í úrslitaleiknum. Þetta átti að vera ein hans besta stund í lífinu.

„Ég kom hingað með bróður mínum, en ég er búinn að týna honum. Ég veit ekki hvort ég muni sjá hann aftur... þetta minnir á Hillsborough. Ég vil ekki lengur horfa á þennan leik, ég vil bara fara heim. Ég veit ekki hvenær ég mun sjá bróður minn aftur," sagði stuðningsmaðurinn í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner