Núna ætti að vera í gangi úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á milli Liverpool og Real Madrid en það er búið að fresta leiknum til 19:36. Það er nýjasti tíminn sem var gefinn út.
Það er búið að vera tómlegt um að litast í Liverpool hluta stúkunnar þar sem það hefur gengið erfiðlega hjá stuðningsfólki enska félagsins að komast inn á leikvanginn.
Fjölmiðlamenn ytra segja að um sé að kenna skipulagsleysi af hálfu UEFA.
Í útsendingu BT Sport frá leiknum var greint frá því að franska lögreglan hefði beitt táragasi á stuðningsfólk Liverpool sem er að bíða eftir því að komast inn á leikvanginn. Þarna á meðal eru fjölskyldur með börnin sín.
Fjölmiðlamaðurinn Brad Cox birtir á Twitter viðtal við stuðningsmann Liverpool sem var kominn til Parísar til að horfa á liðið sitt í úrslitaleiknum. Þetta átti að vera ein hans besta stund í lífinu.
„Ég kom hingað með bróður mínum, en ég er búinn að týna honum. Ég veit ekki hvort ég muni sjá hann aftur... þetta minnir á Hillsborough. Ég vil ekki lengur horfa á þennan leik, ég vil bara fara heim. Ég veit ekki hvenær ég mun sjá bróður minn aftur," sagði stuðningsmaðurinn í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.
“I was almost in tears walking in here, I don’t want to watch this European Cup final now. I want to go home.”
— Brad Cox (@BradJCox_) May 28, 2022
This man says he can’t find his brother and wants to go home after what he’s witnessed this evening at the Stade de France. #UCLfinal pic.twitter.com/7lYS2iBfZ9
Athugasemdir