„Það er enginn í búningsklefanum að hugsa núna um þetta sem frábært tímabil. Við þurfum kannski nokkra klukkutíma til að fara að hugsa þannig," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-0 tap gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
„Við spiluðum góðan leik, ekki fullkominn leik. Það var ekki mögulegt fyrir okkur að spila fullkominn leik þegar andstæðingurinn var svona djúpt á vellinum."
„Við áttum margar tilraunir en fengum ekki mörg dauðafæri. Courtois varði oft frábærlega."
Liverpool endar tímabilið með tvo titla en missir af tveimur stærstu titlunum; titlum sem góður möguleiki var á. „Ég er með sterka tilfinningu um að við munum koma til baka. Þetta er magnaður hópur og hann verður magnaður á næsta tímabili."
„Hvar er úrslitaleikurinn á næsta tímabili? Í Istanbúl? Farið að panta hótelherbergi," sagði Klopp.
Athugasemdir