Senegalski framherjinn Sadio Mané mun yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar eftir sex ára dvöl hjá félaginu en þetta segir Fabrizio Romano í dag.
Fyrir leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni gaf Mané það sterklega til kynna að þetta yrði síðasta tímabil hans með félaginu en hann lofaði því að tjá sig um framtíð sína eftir leikinn.
Mané, sem er 30 ára gamall, hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu og er nú klár í nýja áskorun.
Samningur hans við Liverpool gildir til 2023 en hann verður seldur í sumar. Bayern München og Paris Saint-Germain eru sögð afar áhugasöm.
Romano staðfestir þessar fregnir á Twitter í dag og segir að Mané hafi þegar tekið ákvörðun um að yfirgefa Liverpool.
Mané hefur skorað 120 mörk í 269 leikjum fyrir Liverpool á þessum sex árum.
Sadio Mané has decided to leave Liverpool this summer 🚨🔴 #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2022
He’s ready for a new experience after many special years with Reds - it will be confirmed to the club.
FC Bayern are strong contenders - but it’s still open and not completed as Sadio wanted to wait for the final. pic.twitter.com/hr6R5NmuZ0
Athugasemdir