„Við gríðarlega svekktir að hafa misst af þessum tveimur stigum. Við hefðum geta klárað þetta í lokin og og fengum svo sem fullt af sénsum til að klára þennan leik en sýndum líka góðan karakter þegar við lentum undir og svöruðum strax þannig já svekktir að hafa ekki náð í þrjú stig." sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðablik eftir 1-1 jafnteflið við Stjörnuna í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Stjarnan
„Við sköpuðum fullt af færum, ég held að við höfðum átt tvö eða þrjú stangarskot og einhverntíman hefði það bara stöngin inn og svo færið í lokin sem hefði verið gaman að sjá í netinu."
Breiðablik byrjaði ekki vel en kveiktu á sér í síðari hálfleiknum þegar liðið fékk lenti undir.
„Við vorum kannski smá að spila okkur í gang þarna í fyrri hálfleik en svona heilt yfir held ég að við höfum bara spilað ágætis leik og óheppnir að ná ekki að setja loka markið."
Viðtalið við Viktor Karl má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.