Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var í dag sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afreksárangur í fótbolta.
Halla Tómasdóttir forseti veitti fjórtán einstaklingum fálkaorðu í dag en forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.
Halla Tómasdóttir forseti veitti fjórtán einstaklingum fálkaorðu í dag en forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.
Glódís hefur verið algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár. Hún hefur skorað 11 mörk í 132 landsleikjum. Síðustu þrjú ár hefur hún verið valin fótboltakona ársins af KSÍ.
Tvö síðustu ár hefur hún orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München, þar sem hún er fyrirliði. Einnig á hún sænskan meistaratitil á ferilskránni og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Glódís Perla varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á liðnu ári, efst allra miðvarða.
Á Vísi má sjá lista yfir þau sem voru sæmd fálkaorðunni fyrr í dag.
Athugasemdir