Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 15:21
Elvar Geir Magnússon
„Þakklátur fyrir að vera á lífi“
Michail Antonio birti þessa mynd á samfélagsmiðlum.
Michail Antonio birti þessa mynd á samfélagsmiðlum.
Mynd: michailantonio/Instagram
Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, segist þakklátur fyrir að vera á lífi eftir að hafa lent í óhugnalegu bílslysi í byrjun desember. Hann var fastur í bílnum í dágóðan tíma áður en tókst að losa hann út.

Betur fór en á horfðist og Antonio, sem er 34 ára, var loks útskrifaður af sjúkrahúsi í gær en gekkst undir aðgerð vegna fótbrots.

„Alltaf á þessum árstíma er ég spurður út í hvað ég sé þakklátur fyrir. Ég á alltaf erfitt með að svara þessari spurningu en þetta árið veit ég nákvæmlega fyrir hvað ég er þakklátur: Fyrir að vera á lífi," skrifaði Antonio á Instagram. Þar birti hann meðfylgjandi mynd, af sér standandi á hækjum.

„Ég hef í svo mörg ár tekið lífinu sem sjálfsögðum hlut. Ég gerði áætlanir fyrir næsta dag, næsta ár, alltaf eins og morgundagurinn væri sjálfsagður. Það sem ég hef gengið í gegnum undanfarið hafa opnað augu mín. Ég er þakklátur Guði fyrir að gefa mér styrk til að halda áfram og leyfa mér að vera hérna enn."

Antonio er markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. Hann stefnir á að snúa aftur á fótboltavöllinn.

„Ég mun snúa aftur á völlinn fyrr en varir. Þakkir fyrir ástina og stuðninginn sem þið hafið sýnt mér. Ég er endalaust þakklátur."
Athugasemdir
banner
banner
banner