Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 16:24
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Brentford og Arsenal: Hákon á bekknum - 17 ára byrjar í fyrsta sinn
Ethan Nwaneri byrjar sinn fyrsta úrvalsdeildarleik
Ethan Nwaneri byrjar sinn fyrsta úrvalsdeildarleik
Mynd: Getty Images
Brentford og Arsenal mætast í síðasta leik 19. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Community-leikvanginum í Lundúnum klukkan 17:30 í dag.

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var að halda í vonina um að byrja sinn fyrsta deildarleik með Brentford eftir að hafa komið inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken í síðustu umferð.

Hollendingurinn var hins vegar fljótur að ná sér af meiðslunum og er klár í slaginn gegn Arsenal og er Hákon á bekknum.

Það helsta hjá Arsenal er það að Bukayo Saka er auðvitað ekki með og verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar. Declan Rice er þá á bekknum.

Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri byrjar sinn fyrsta úrvalsdeildarleik.

Brentford: Flekken; Roerslev, Collins, Van den Berg, Lewis-Potter; Janelt, Norgaard, Yarmoliuk; Mbeumo, Damsgaard; Wissa

Arsenal: David Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Odegaard, Partey, Mikel Merino; Martinelli, Gabriel Jesús, Nwaneri.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner