Harriet Robson kærasta Mason Greenwood leikmanns Manchester United hefur deilt myndbandi og myndum af áverkum sem Greenwood veitti henni. Þá er einnig hljóðupptaka þar sem hann virðist reyna neyða hana í að stunda kynlíf.
Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en í henni segir m.a.: „Við vitum af myndunum og ásökunum sem eru í gangi á samfélagsmiðlum. Við munum ekki tjá okkur frekar þar til staðreyndir hafa komið í ljós. Manchester United sættir sig ekki við ofbeldi af neinu tagi."
Það er eftirminnilegt þegar Greenwood var hér á landi með landsliðinu og braut sóttvarnarreglur þegar hann og Phil Foden buðu tveimur stelpum upp á hótelherbergi til sín.
Greenwood er uppalinn hjá United en hann lék sinn fyrsta leik árið 2019 og hefur skorað 35 mörk í 129 leikjum síðan.
Athugasemdir