Atli Jónasson, aðstoðarþjálfari KV var að vonum ánægður með að landa þremur stigum gegn Tindastóli í dag.
Leikurinn endaði 4-0 fyrir Vesturbæinga, en nokkuð jafnræði var með liðunum fyrsta klukkutíman í leiknum.
„Að sjálfsögðu erum við sáttir með þessi þrjú stig en við vorum auðvitað fyrir leikinn með bakið svolítið upp við vegg og ósáttir við að vera ekki komnir með stig fyrir þennan leik," sagði Atli en viðtalið má sjá nánar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir