Víkingar heimsóttu Breiðablik þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deildarinnar. Þessi leikur var færður fram til að skapa pláss fyrir leiki liðana í Evrópukeppni í sumar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Víkingur R.
„Ánægður með jafnteflið. Sterkur útivöllur og búnir að spila núna tvo leiki við Blikana og taka fjögur stig. það er ásættanlegt úr því sem komið var að við vorum eitt núll undir að þá var mjög sterkt að ná að jafna." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga efttir leikinn í kvöld.
„Þetta er bara erfiður útivöllur. Við ætluðum að vera massívir og gefa fá færi á okkur. Mér fannst þetta ekki vera völlur sem að við áttum að koma og vera að reyna sækja einhvern sigur. Við áttum frekar að vera að reyna verja stigið og vera massívir og það var svolítið þeirra að koma út úr skelinni og pressa okkur."
„Þeir gerðu það voðalega sjaldan og þetta var svolítið maður á mann pressa út um allan völl sem að leiddi til þess að þetta snéist um seinni boltana. Það er nákvæmlega þannig sem að mark Blikana gerist."
Víkingur hefur núna spilað bæði heima og heiman við Breiðablik á þessu tímabili og við erum ekki komin inn í júní.
„Ég held að Blikarnir séu sársvekkir að fá bara eitt stig úr þessum tveim leikjum við okkur. Þeirra helstu keppinauta en auðvitað er það ekkert 'sexy' að Blikar og Víkingar séu búnir að spila báða leikina núna en ég sé bara ekki aðra leið afþví að við þurfum þessa hvíld á milli Evrópuleikjana til þess að eiga sem mestu möguleikana á að fara áfram úr fyrstu umferð í Meistaradeild þannig ef einhver er með betri leið þá má hann alveg vinsamlegast koma því á framfæri."
Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |