Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 30. júlí 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Óskar Hrafn útskýrir af hverju Jason spilaði bara hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik og Stjarnan gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli í gær.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Stjarnan komst yfir með marki frá Emil Atlasyni en Jason Daði Svanþórsson tryggði Blikum stig.

Það vakti athygli að Jason var ekki í byrjunarliði Blika en kom inn á í hálfleik og olli miklum ursla í sóknarleik liðsins. Það dugði þó ekki til sigurs.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var spurður út í stöðuna á Jasoni í samtali við Vísi.is eftir leikinn.

„Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“

Jason var valinn maður leiksins af Antoni Frey Þórhallssyni sem textalýsti leiknum hér á fótbolta.net.

„Jason Daði fær maður leiksins fyrir mér. Byrjar á bekknum, kemur inn á og kemur inn með alvöru líf og jafnar leikinn fyrir Blika eftir að liðið lenti undir 1-0. Kom sér í færi og hefði átt að skora eitt ef ekki tvö í viðbót," skrifaði Anton í skýrsluna.


Blikar hafi fallið í gildru Stjörnunnar - „Einn lélegasti hálfleikur okkar í sumar"
Athugasemdir
banner
banner