Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. ágúst 2021 16:38
Elvar Geir Magnússon
Stjórn KSÍ fundar núna klukkan 17
Gísli Gíslason varaformaður KSÍ.
Gísli Gíslason varaformaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Gísli Gíslason varaformaður KSÍ staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Gísli vill ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. Hann vill ekki tjá sig um það hvort aukaársþing yrði til umræðu á fundinum.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ fundaði á fjórða tímanum en þar átti að meðal annars að ræða mál KSÍ.

Stjórn ÍTF kallaði í dag eftir nýju ársþingi KSÍ þar sem núverandi stjórn væri rúin trausti. Stjórnarmenn eru undir miklum þrýstingi að segja af sér og boða til aukaþings.

Sjá einnig:
ÍTF vill að framkvæmdastjóri og stjórn axli ábyrgð líka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner