Það verður klappað í heila mínútu fyrir hvern einasta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Verður þetta gert af virðingu við Pele, einn besta fótboltamann sögunnar, sem lést í gær.
Verður þetta gert af virðingu við Pele, einn besta fótboltamann sögunnar, sem lést í gær.
„Af virðingu við Pele munu úrvalsdeildarfélög minnast framlags hans til fótboltans um helgina með lófaklappi í eina mínútu fyrir upphafsspyrnu. Leikmenn og dómarar munu vera með sorgarbönd," segir í tilkynningu deildarinnar.
Pele greindist með ristilkrabbamein á síðasta ári en fór í aðgerð og lét fjarlægja meinið. Meinið tók sig aftur upp fyrir stuttu og dreifði það sér. Pele lést svo í gær eftir harða baráttu við veikindin.
Hann er ein mesta fótboltagoðsögn sögunnar. Um það er engin spurning.
Sjá einnig:
England um helgina - Margir leikir á gamlársdag
Athugasemdir