Scott Parker, fyrrum stjóri Fulham og Bournemouth, gæti verið á leið til Belgíu.
Het Nieuwsblad í Belgíu greinir frá því að hinn 42 ára gamli Parker sé á lista yfir kandídata til að taka við stjórn Belgíumeistara Club Brugge.
Carl Hoefkens var rekinn frá Club Brugge síðasta miðvikudag þrátt fyrir að hafa komið liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Club Brugge er sagt vera að horfa utan Belgíu í leit að næsta þjálfara og er Parker, sem lék á sínum tíma 18 A-landsleiki fyrir England, ofarlega á lista. Hann var síðast stjóri Bournemouth en var rekinn þaðan í upphafi tímabilsins á Englandi.
Parker hefur einnig verið orðaður við Norwich sem er í stjóraleit eftir að Dean Smith var látinn fara.
Athugasemdir