Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann hefst klukkan 20:00 og fer fram á Anfield.
Harvey Elliott kemur inn á miðjuna fyrir Fabinho sem er ekki í hópnum hjá Liverpool í kvöld.
Það er eina breytingin frá sigri liðsins á Aston Villa á dögunum en Ibrahima Konate er mættur aftur úr fríi og tekur sér sæti á bekknum.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir tvær breytingar. Ayoze Perez og Wilfried Ndidi koma báðir inn. James Maddison er ekki með vegna meiðsla.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson; Thiago, Henderson, Elliott; Salah, Darwin Núñez, Oxlade-Chamberlain
Leicester: Ward; Castagne, Amartey, Faes, Thomas; Ndidi, Soumaré; Ayoze Pérez, Dewsbury-Hall, Barnes; Daka
Athugasemdir