City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fös 30. desember 2022 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Carragher í hálfleik - „Ef þú ætlar að gera þetta þá er best að gera það almennilega"
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, fékk eflaust einhverskonar endurupplifun er hann horfði á Wout Faes skora tvö sjálfsmörk gegn Liverpool á Anfield í kvöld en ef einhver þekkir þessa tilfinningu þá er það Carragher.

Á yngri árum Carragher varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora tvö sjálfsmörk í einum leik í úrvalsdeildinni.

Það gerði hann í 3-2 tapi gegn Manchester United á Anfield árið 1999 en hann er að vinna á leik Liverpool gegn Leicester í kvöld og kannaðist hann aðeins við þessa tilfinningu.

„Talandi um að skora tvö sjálfsmörk á Anfield. Ég gerði þetta gegn Manchester United og það var miklu stærri leikur. Ef þú ætlar að gera þetta, þá er best að gera þetta almennilega,“ sagði Carragher á Sky.


Athugasemdir
banner
banner
banner