City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fös 30. desember 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher útnefnir stjóra ársins að sínu mati - Ekki Klopp eða Guardiola
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segir að hvorki Pep Guardiola né Jurgen Klopp séu stjórar ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Hann segir að Eddie Howe, stjóri Newcastle, sé stjóri ársins í deildinni fyrir árið 2022.

Newcastle gekk í gegnum eigendaskipti á síðasta ári þar sem moldríkir eigendur frá Sádí-Arabíu tóku við félaginu. Eigendurnir komu inn með mikla fjármuni en félagið hefur að mörgu leyti eytt skynsamlega til þessa.

Howe, sem er 45 ára, tók við liði Newcastle í nóvember á síðasta ári og hefur gert stórkostlega hluti.

Carragher segir að eigendurnir hafi vissulega breytt stöðunni fyrir Newcastle en Howe hafi ekki gert það síður, jafnvel meira. Hann hefur gjörbreytt stöðu mála. Newcastle er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er að gera betur en nokkur þorði að vona.
Athugasemdir
banner
banner
banner