Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. desember 2022 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea með varaáætlun ef Fernandez kemur ekki
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er tilbúið með varaáætlun ef það tekst ekki að fá argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez frá Benfica í janúar.

Chelsea er að gæla við það að virkja riftunarákvæði í samningi Enzo en það myndi kosta félagið 105 milljónir evra.

Enzo, sem er 21 árs gamall, var besti ungi leikmaður HM í Katar. en hann kom til Benfica fyrir hálfu ári síðan frá River Plate fyrir aðeins 10 milljónir evra.

Chelsea er sagt í bílstjórasætinu um Enzo en Liverpool og Manchester United eru einnig í baráttunni.

Samkvæmt Times er Todd Boehly, eigandi Chelsea, með varaáætlun ef það gengur ekki upp að fá Enzo. Hann er að skoða þann möguleika að fá Alexis Mac Allister, miðjumann Brighton og liðsfélaga Enzo í argentínska landsliðinu.

Samningur Mac Allister gildir til 2025 og gæti þá verið ódýrara að næla í hann.

Brighton hefur þó engan áhuga á að láta hann af hendi í janúar og verður því að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í Guardian að Chelsea gæti reynt að stela Mykhailo Mudryk af Arsenal.

Arsenal hefur verið í viðræðum við Shakhtar um Mudryk síðustu daga en félögin hafa ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð.
Athugasemdir
banner