Chelsea vinnur hratt í félagaskiptamálum þessa dagana. Félagið er búið að kaupa sóknarmanninn David Datro Fofana frá Molde í Noregi og er nálægt því að kaupa miðvörðinn Benoit Badiashile frá Mónakó í Frakklandi.
Núna er félagið heldur betur búið að blanda sér í baráttuna um miðjumanninn Enzo Fernandez.
Fernandez er eftirsóttur eftir frábært heimsmeistaramót með Argentínu. Þessi 21 árs gamli miðjumaður lék stórt hlutverk er Argentína fór alla leið á mótinu.
Miðað við tíðindi frá ítalska fréttamanninum Fabrizio Romano þá má jafnvel túlka að Chelsea sé komið á undan Liverpool og Manchester United í baráttunni um leikmanninn.
Benfica borgaði 10 milljónir evra til að kaupa Fernandez frá River Plate síðasta sumar. Félagið vill fá 120 milljónir evra fyrir hann um hálfu ári seinna en Romano segir að Chelsea sé í beinum viðræðum við portúgalska félagið og sé tilbúið að borga himinháa upphæð fyrir hann.
Romano segir jafnframt að Fernandez sé búinn að svara því játandi að ganga í raðir Chelsea, hann er tilbúinn að fara til London.
Hvorki Liverpool né Man Utd hafa gert tilboð í leikmanninn en baráttan um hann í janúar kemur til með að vera hörð.
Chelsea are now in direct talks with Benfica for Enzo Fernández. Chelsea want to offer huge fee instead of paying release clause in one solution ???????? #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2022
Benfica always asked full €120m clause.
Understand Enzo already said yes to Chelsea.#LFC or #MUFC made no bid, as of now. pic.twitter.com/Kdvz5Eargi
Athugasemdir