City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fös 30. desember 2022 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diallo loksins að sýna af hverju Man Utd borgaði ansi vel fyrir hann
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: Heimasíða Sunderland
Eftir erfiða lánsdvöl hjá Rangers í Skotlandi á síðustu leiktíð þá virðist Amad Diallo loksins vera að finna einhvern takt.

Diallo, sem er tvítugur, var keyptur til Manchester United frá Atalanta á Ítalíu fyrir allt að 40 milljónir evra. Augljóslega voru miklar vonir bundnar við hann út af verðmiðanum.

Hann er núna á láni hjá Sunderland og hefur verið að leika vel í næst efstu deild Englands. Hann er búinn að koma við sögu í 18 leikjum og skora sex mörk.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Man Utd sé að fylgjast vel með leikmanninum og sé félagið ánægt með þróun hans.

Leikmaðurinn skoraði stórglæsilegt mark gegn Wigan í gær en það má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner