Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton vonast til að landa sóknarmanninum Terem Moffi þegar janúarglugginn opnar.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu.
Moffi leikur með Lorient í Frakklandi og þar er hann búinn að skora tíu mörk í 15 deildarleikjum á þessu tímabili.
Það er í forgangi hjá Southampton að fá inn sóknarmann í janúar og er Moffi ofarlega á lista hjá félaginu. Aðeins Kylian Mbappe og Neymar hafa skorað fleiri mörk en Moffi í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Southampton hefur verið að fylgjast með Moffi frá því hann lék í Litháen frá 2017 til 2020.
Southampton hefur aðeins skorað 14 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og situr liðið sem stendur á botni deildarinnar.
Athugasemdir