Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. desember 2022 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet: Fjögur eða fimm góð lið búin að hafa samband við mig
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet ræðir við landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Elísabet ræðir við landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég finn að það er einhver gluggi að opnast núna sem ég hef aldrei séð áður'
'Ég finn að það er einhver gluggi að opnast núna sem ég hef aldrei séð áður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég man eftir að hafa setið í sófanum heima og verið eitthvað að væflast um á netinu. Ég var búin að vera í heimsókn hjá félögum í Svíþjóð og ég vissi að mér langaði til Svíþjóðar," segir Elísabet Gunnarsdóttir um það hvernig það kom til að hún gerðist þjálfari Kristianstad í Svíþjóð.

Núna eru að verða liðin 14 ár og hún er enn þar. Hún hefur smíðað gríðarlega flott verkefni í þessum litla bæ, búin að smíða eitt sterkasta lið Svíþjóðar sem berst sífellt á toppnum.

„Ég man eftir að hafa setið í sófanum heima og verið eitthvað að væflast um á netinu. Ég var búin að vera í heimsókn hjá félögum í Svíþjóð og ég vissi að mér langaði til Svíþjóðar," segir Elísabet.

„Mér fannst það vera besta milliskrefið. Ég fór á netið og leitaði að lausum stöðum. Mér var boðin aðstoðarþjálfarastaða hjá Djurgården. Ég sá mig ekki fyrir í því. Svo sá ég að Kristianstad er að leita að þjálfara. Ég seldi þeim það að það væri rosalega sniðug hugmynd að ráða mig."

Elísabet hafði náð gríðarlega góðum árangri með Val en heimurinn var ekki eins stór á þeim tíma.

„Það var enginn að fara að koma og banka heima hjá mér í Kópavogi og spyrja um Betu sem þjálfara. Þetta er að byrja núna. Þessi hurð er búin að vera opin í tvö ár núna... Ísland hefur ekki verið stórt á þessum mælikvarða, að taka einhverja íslenska konu til Kristianstad - ég bjóst ekki við því að það myndi ganga eins einfalt og það gerði."

Elísabet hefur verið lengi hjá Kristianstad, 14 ár. Henni hefur liðið mjög vel hjá félaginu.

„Ég elska sænsku deildina, mér finnst hún frábær. Þegar ég kom út var ég leikfræðilega léleg, en þarna var ég komin í himnaríki þegar kom að leikfræði. Ég myndi læra mikið á að vera í sænsku deildinni í einhvern tíma. Kristianstad er lítill bær og þú þekkir alla. Svo byrjaði dóttirin í skólanum og henni leið vel. Þetta eru margir þættir. Svo elska ég vinnuna mína. Fólkið sem ég hef unnið með er með sömu hugsjón og ég. Við bjuggum okkur til plan sem ég hélt að myndi taka 6-7 ár. Nú eru þau orðin 14. Mér hefur liðið vel þarna og ég hef þroskast frá ári til árs."

Finn að það er einhver gluggi að opnast núna
Hún kveðst hafa gjörbreyst sem þjálfari í Svíþjóð en það styttist í næsta kafla í þessari sögu. Elísabet var í fyrra orðuð við Portland Thorns í Bandaríkjunum og segist hún hafa rætt við félagið. Það hafi svo komið aftur upp í ár. Félög frá Englandi hafa einnig sýnt henni áhuga.

„Ég hugsa að ég væri farin ef ég hefði ekki veikst illa 2020. Ég var svo ótrúlega veik og það hefur tekið tíma fyrir mig að jafna mig á því. Við töluðum um það heima að skipta um umhverfi fyrir 3-4 árum síðan. Það þarf að hugsa um margt þegar kemur að flutningum, ekki bara um mig og minn þjálfaraferil. Það er ekki mikill tími eftir Kristianstad."

„Ég fór í viðtöl við Portland. Við vorum þrjú í þessu ferli. Svo kemur upp einhver skandall í Bandaríkjunum sem varð þess valdandi að framkvæmdastjórinn sem ég átti öll samskipti við var látinn fara í miðju ráðningaferlinu. Þetta dó í einn og hálfan mánuð. Þegar þetta er tekið upp aftur þá er ég búin að skrifa undir Kristianstad."

„Ég get alveg sagt það að þetta kom aftur upp núna en ég sagði nei við því strax. Ég er búin að þurfa að hafa ansi mikið fyrir því að selja það inn til minna leikmanna að vera áfram. Okkur fannst við svo nálægt því að ná okkar markmiðum í ár og okkur langar ótrúlega að elta þetta markmið alla leið á næsta ári. Tilfinningin segir mér að fara ekki núna."

„Ég finn að það er einhver gluggi að opnast núna sem ég hef aldrei séð áður. Það eru fjögur eða fimm góð lið búin að hafa samband við mig núna. Ég hef aldrei lent í því áður að þetta sé að koma svona. Það eru einhver 'head-hunting' fyrirtæki lögð af stað í svona leiðangra. Heimurinn er að opnast og breytast."

„Ég er búin að vera í 14 ár í Svíþjóð og það er góð ákvörðun að mörgu leyti; hvað varðar að smíða hugmyndafræði og leikaðferð, gera mistök og lagfæra. Það hefði verið erfitt að gera þetta hjá einhverju stórliði."
Elísabet leyfir smábænum að dreyma - Hvað tekur svo næst við?
Athugasemdir
banner
banner
banner