Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 30. desember 2022 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Fjórði leikmaðurinn til að skora tvö sjálfsmörk í sama leiknum
Skrítið kvöld hjá Faes
Skrítið kvöld hjá Faes
Mynd: Getty Images
Belgíski miðvörðurinn Wout Faes hefur átt betri daga en hann hefur alfarið séð um það að koma Liverpool í forystu gegn Leicester á Anfield.

Leicester var á góðri leið með að fara með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en Faes var á öðru máli.

Trent Alexander-Arnold átti fyrirgjöf sem fór af Faes og yfir Danny Ward í markinu. Eitt fallegasta sjálfsmark tímabilsins hingað til.

Faes var síðan aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks. Darwin Nunez átti skot í stöng og fór boltinn þaðan og í Faes og inn.

Hann er fjórði leikmaðurinn til að skora tvö sjálfsmörk í sama leiknum í ensku úrvalsdeildinni á eftir þeim Jamie Carragher, Michael Proctor og Jonathan Walters.

Ekki beint hópur sem menn eru að sækjast eftir því að vera partur af en hann er að engu síður kominn með ingöngu í þennan fámenna hóp.


Athugasemdir
banner
banner