Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland hefur verið hreint út sagt magnaður með Manchester City á sínu fyrsta tímabili í Englandi.
Haaland var keyptur til Man City frá Borussia Dortmund fyrir þessa leiktíð.
Haaland var keyptur til Man City frá Borussia Dortmund fyrir þessa leiktíð.
Haaland er kominn með 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö í 3-1 sigri Manchester City gegn Leeds United á Elland Road í miðri viku.
Til að setja þetta aðeins í samhengi þá væri Haaland orðinn markakóngur nú þegar ef hann væri búinn að skora þennan markafjölda 2008/09 tímabilið. Það tímabilið endaði Nicholas Anelka sem markakóngur með 19 deildarmörk.
Hann er aðeins fjórum mörkum frá því að jafna markahæstu mennina frá síðustu leiktíð, og hann á eftir að spila 23 leiki í deildinni.
Magnaður árangur og spurning hvort hann jafni markametið og bæti það. Andy Cole setti það 1993/94 er hann skoraði 34 mörk á einu tímabili. Haaland er bara 14 mörkum frá því.
Erling Haaland would've already won the 2008/09 Golden Boot by now! ????
— Optus Sport (@OptusSport) December 30, 2022
He's only four goals away from beating last season's top goalscorer... and there are 23 games left! ????#OptusSport #PL pic.twitter.com/Ssx1ovLyTh
Athugasemdir