fös 30. desember 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland væri búinn að taka gullskóinn á 2008/09 tímabilinu
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA
Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland hefur verið hreint út sagt magnaður með Manchester City á sínu fyrsta tímabili í Englandi.

Haaland var keyptur til Man City frá Borussia Dortmund fyrir þessa leiktíð.

Haaland er kominn með 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö í 3-1 sigri Manchester City gegn Leeds United á Elland Road í miðri viku.

Til að setja þetta aðeins í samhengi þá væri Haaland orðinn markakóngur nú þegar ef hann væri búinn að skora þennan markafjölda 2008/09 tímabilið. Það tímabilið endaði Nicholas Anelka sem markakóngur með 19 deildarmörk.

Hann er aðeins fjórum mörkum frá því að jafna markahæstu mennina frá síðustu leiktíð, og hann á eftir að spila 23 leiki í deildinni.

Magnaður árangur og spurning hvort hann jafni markametið og bæti það. Andy Cole setti það 1993/94 er hann skoraði 34 mörk á einu tímabili. Haaland er bara 14 mörkum frá því.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner