Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til að halda Brasilíumanninum Roberto Firmino hjá félaginu.
Samningur Firmino rennur út næsta sumar og getur hann byrjað að ræða við félög utan Englands í janúar.
Samningur Firmino rennur út næsta sumar og getur hann byrjað að ræða við félög utan Englands í janúar.
Klopp vonast til að halda hinum 31 árs gamla Firmino en Tony Cascarino, fótboltasérfræðingur á Englandi, býst við því að leikmaðurinn fari annað. Hann telur það líklegt eftir að Liverpool landaði hollenska landsliðsmanninum Cody Gakpo frá PSV Eindhoven á dögunum.
„Gakpo er fjölhæfur og getur leyst margar stöður framarlega á vellinum. En ég held að þetta þýði að Firmino muni fara í sumar," sagði Cascarino á Talksport.
Liverpool er með marga möguleika fram á við núna og hefur Firmino verið að fá minna hlutverk.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með Firmino en hann hefur ti að mynda verið orðaður við Barcelona á síðustu mánuðum.
Athugasemdir