Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. desember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað verður um Firmino?
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til að halda Brasilíumanninum Roberto Firmino hjá félaginu.

Samningur Firmino rennur út næsta sumar og getur hann byrjað að ræða við félög utan Englands í janúar.

Klopp vonast til að halda hinum 31 árs gamla Firmino en Tony Cascarino, fótboltasérfræðingur á Englandi, býst við því að leikmaðurinn fari annað. Hann telur það líklegt eftir að Liverpool landaði hollenska landsliðsmanninum Cody Gakpo frá PSV Eindhoven á dögunum.

„Gakpo er fjölhæfur og getur leyst margar stöður framarlega á vellinum. En ég held að þetta þýði að Firmino muni fara í sumar," sagði Cascarino á Talksport.

Liverpool er með marga möguleika fram á við núna og hefur Firmino verið að fá minna hlutverk.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með Firmino en hann hefur ti að mynda verið orðaður við Barcelona á síðustu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner