Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. desember 2022 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg léttur: Eystrasaltsmeistararnir ekki að fá neina ást
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk ekki eitt atkvæði í valinu á liði ársins þegar tilkynnt var um Íþróttamann ársins í gær.

Karlalandsliðið spilaði 14 leiki á síðasta ári og tókst að vinna tvo þeirra. Liðið tapaði fjórum og gerði jafntefli í hinum átta leikjunum sem voru spilaðir.

Liðinu tókst að vinna Eystrasaltsbikarinn í nóvember, æfingamót sem fór fram í nóvember. Liðið spilaði gegn Lettlandi og Litháen á mótinu en báðir leikirnir enduðu með jafntefli. Ísland vann þá báða hins vegar í vítaspyrnukeppni.

Það var karlalið Vals í handbolta sem fór með sigur af hólmi í kosningunni um lið ársins en Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley og landsliðsins, var léttur á Twitter eftir að hann sé niðurstöðu kosningarinnar.

„Baltic Cup meistararnir ekki að fá neina ást þarna á Íþróttamaður ársins. Ákveðinn skellur," skrifaði Jóhann Berg léttur.

Það er vonandi að næsta ár verði betra fyrir karlalandsliðið en þá fer undankeppni EM fram. Það er mikilvægt ár framundan.

Lið ársins:
1. Valur, meistaraflokkur karla í handbolta – 111
2. Íslenska karlalandsliðið í handbolta – 85
3. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta – 19
4. Valur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta – 16
- Breiðablik, meistaraflokkur karla í fótbolta – 16
6. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta – 14
7. Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum – 11
8. Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfubolta – 7


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner