Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 30. desember 2022 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Jude tók engar ákvarðanir út frá fjárhagslegum ástæðum"
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Bellingham er uppalinn hjá Birmingham.
Bellingham er uppalinn hjá Birmingham.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hafnaði að ganga í raðir Manchester United árið 2020.

Bellingham er líklega eftirsóttasti leikmaður í heimi um þessar mundir. Öll stærstu félög í heimi hafa áhuga á honum.

Bellingham, sem er 19 ára miðjumaður, er núna á mála hjá Borussia Dortmund en hann kemur til með að fara annað hvort í janúar eða næsta sumar.

Dong Ren, sem var framkvæmdastjóri Birmingham er Bellingham fór frá félaginu árið 2020, segir að United hafi lagt mikið á sig til að fá hann, gert langbesta tilboðið í Bellingham og boðið leikmanninum háar fjárhæðir. Hann valdi hins vegar að fara til Þýskalands til að þróa leik sinn áfram.

„Manchester United gerði besta tilboðið. Bayern, Dortmund, Leicester... þessi félög hringdu öll," sagði Ren við Mundo Deportivo.

„Jude tók engar ákvarðanir út frá fjárhagslegum ástæðum. Man Utd var tilbúið að borga tvöfalt meira en önnur félög."

Ren sagði jafnframt að Man Utd hefði notað goðsagnir á borð við Eric Cantona og Sir Alex Ferguson til að reyna að sannfæra Bellingham en það gekk ekki á þeim tíma.

Bellingham var bara 17 ára á þeim tíma en var, og er, greinilega með höfuðið rétt skrúfað á.

Bellingham hefur slegið í gegn með Dortmund og mun Man Utd reyna aftur við hann á næsta ári. Félög á borð við Real Madrid, Liverpool og Paris Saint-Germain munu einnig gera það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner