Ef Tottenham ætlar sér að kaupa hægri bakvörðinn Pedro Porro frá Sporting Lissabon þá þarf félagið að borga riftunarverðið sem er í samningi hans.
Porro gekk í raðir Sporting frá Manchester City síðasta sumar. Kostaði hann þá um 7 milljónir punda.
Porro hefur verið að leika vel í Portúgal og var hann hluti af liði Sporting sem vann 2-0 sigur á Tottenham í Meistaradeildinni núna í vetur.
„Mér var sagt að hann mætti bara fara eftir riftunarverðið í samningi hans verður virkt," sagði Ruben Amorim, stjóri Sporting.
Riftunarverðið í samningi Porro hljóðar upp á 40 milljónir punda.
Athugasemdir