Sóknarmaðurinn Alvaro Morata var á skotskónum í gær þegar Atletico Madrid vann sigur á Elche í spænsku úrvalsdeildinni, 2-0.
Joao Felix gerði fyrsta mark leiksins en það þykir ansi líklegt að hann sé á förum frá Atletico í janúar. Morata bætti svo við öðru marki stuttu síðar.
Mark Morata var mjög svo athyglisvert þar sem hann féll til jarðar er hann skoraði og virtist sárþjáður.
Hann virðist eitthvað hafa ætlað að blekkja dómarann því hann stökk upp þegar liðsfélagar hans létu hann vita að boltinn hafði endað í netinu. Þá var ekkert að honum en hann missti af marki sínu þar sem hann þóttist vera meiddur þar sem hann ætlaði líklega að reyna að veiða vítaspyrnu.
Hægt er að sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.
morata without realising he scored a goal ???? pic.twitter.com/OtTZB6jzno
— Dua (@roryinchilton05) December 30, 2022
Athugasemdir