Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var einn af þeim sem kom til greina í þjálfarastarfið hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kalmar.
Þetta kemur fram hjá sænska fjölmiðlinum Aftonbladet.
Þetta kemur fram hjá sænska fjölmiðlinum Aftonbladet.
Henrik Rydström þjálfaði Kalmar frá 2020 til 2022 og náði flottum árangri. Hann var nýverið ráðinn til Malmö sem er sigursælasta félagið í Svíþjóð.
Henrik Jensen, sem hefur gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá Midtjylland í Danmörku, er að taka við Kalmar en samkvæmt sænskum fjölmiðlum þá ræddi Óskar Hrafn við félagið.
Óskar Hrafn dró sig sjálfur úr kapphlaupinu en gera má ráð fyrir því að hann verði áfram með Breiðablik.
Þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem Óskar er orðaður við starf erlendis. Fyrr á þessu ári var hann orðaður við Íslendingalið Norrköping.
Davíð Kristján Ólafsson er á meðal leikmanna Kalmar.
Athugasemdir