Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. desember 2022 09:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Ramos að fylgja Ronaldo til Saudi Arabíu - Hár verðmiði á Enzo
Powerade
Verður Sergio Ramos með Ronaldo í Saudi Arabíu.
Verður Sergio Ramos með Ronaldo í Saudi Arabíu.
Mynd: Getty Images
Endar Scott Parker í Belgíu?
Endar Scott Parker í Belgíu?
Mynd: EPA

Hér er mættur daglegur slúðurpakki þar sem farið er yfir helsta slúðrið í ensku miðlunum í boði Powerade.


Al-Nassr í Saudi Arabíu vill ekki bara fá Cristiano Ronaldo heldur er félagið líka að reyna að fá Sergio Ramos fyrrverandi liðsfélaga hans hjá Real Madrid. (Marca)

Manchester City ætlar að bjóða Rafael Leao framherja AC Milan 10,6 milljónir punda á ári í laun en faðir hans hefur verið í viðræðum við enska félagið. (Tutto Marcato Web)

Sergei Palkin framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk segir viðræður í gangi við Arsenal um kaupverð á kantmanninum Mykhaylo Mudryk sem er 21 árs gamall. 55 milljón punda tilboði Arsenal hefur þegar verið hafnað. (TeamTalk)

Shakhtar Donetsk hefur til viðmiðs 86 milljón punda kaup MAnchester United á Antony frá Ajax í sumar. (SkySports)

Xuandong Ren framkvæmdastjóri Birmingham segir að Man Utd og Chelsea hafi reynt að kaupa Jude Bellingham miðjumann Dortmund og enska landsliðsins árið 2020 en ekki haft erindi sem erfiði. (Mail)

Lucas Moura framherji Tottenham mun verða hjá félaginu þar til samningur hans rennur út og í kjölfarið fara til Sao Paulo í heimalandinu, Brasilíu í sumar. (Mail)

Rui Costa forseti Benfica segir að Enzo Fernandez framherji heimsmeistara Argentínu og Benfica verði ekki seldur á minna en 106 milljónir punda en það er klásúlan sem þarf að mæta til að geta keypt hann. Chelsea, Liverpool og Man Utd hafa áhuga. (90min)

Benfica er þegar farið að leita að eftirmanni Enzo Fernandez en félagið vill fá Maximo Perrone, 19 ára argentískan miðjumann sem spilar með Velez Sarsfield. (O Jogo)

Chelsea hefur komist að samkomulagi við Monaco um kaup á Benoit Badiashile. (Ben Jacobs - Twitter)

Antonio Cnote stjóri Tottenham vill fá Piero Hincapie, varnarmann Ekvador sem spilar hjá Bayer Leverkusen. (Gazzettta dello Sport)

Scott Parker er á óskalista Club Brugge í Belgíu sem næsti stjóri liðsins. (Mail)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner